Símamót -upplýsingar

Sælir foreldrar/forráðamenn 

Samkvæmt okkar upplýsingum eru eftirtaldar stelpur skráðar á Símamótið:

Rebekka Rut -Oddný Sara-Særún Björk --Ágústa Ýr-Matta Dís --Helga Rún-Saga Líf --Hófý-Jóhanna Birna --Dagbjört Freyja -Sæunn --Anna Dís-Ásthildur Rós --Dagbjört B-Silja --Guðríður Ylfa-Unnur-Sædís--Allý 

Ef eitthvað er rangt eða einhverja vantar í upptalninguna hjá okkur, þá má endilega skilja eftir skilaboð í athugasemdum. 

Upplýsingar vegna Símamótsins: 

Innifallið í Þátttökugjaldinu er: keppnisgjald, grillveisla, sundmiði og skemmtidagskrá. Hver og ein verður að hafa með sér nesti yfir daginn. 

Muna þarf líka eftir vatnsbrúsa, legghlífum, keppnisfötum, takkaskónum, og gleði/keppnisskapinu !!

Tímasetningar keppni:

Keppni hefst á föstudegi og laugardegi kl 09:00 og lýkur kl.17:30 (þ.e. síðustu leikir hefjast kl 17:00) Tími milli leikja er 30 mín. 
Á sunnudeginum hefst keppni klukkan 08:30 og er tími milli leikja 35 mínútur.

Skrúðganga og setning á föstudag
Skrúðgangan og setningin verða að þessu sinni á föstudagskvöldinu. Skrúðgangan fer af stað frá Digraneskirkju klukkan 18:30 og setningin á Kópavogsvellinum er klukkan 19:00

Ingó veðurguð á setningunni.
Ingó veðurguð mun stjórna inngöngu keppnisliðanna inn á Kópavogsvöll af sinni alkunnu snilld og sjá um skemmtiatriðin að lokinni ræðu bæjarstjórans og formlegri setningu forstjóra Símans. Hrikalega verður gaman.

Hugsið þetta með með jákvæðni ;-)
Við leitum að liðstjórum til þess að aðstoða stelpurnar fyrir leiki og á meðan leikjum stendur, (t.d til þess að halda utan um föt, brúsa og töskur) Á milli leikja eru þær á vegum foreldra. 

Með góðri kveðju, 
foreldraráðið.  
 

Leikið í Grindavík á mánudag!

Á mánudag eigum við leiki gegn Grindavík í A- og B-liðum. Leiktíminn er vægast sagt undarlegur, þ.e. A-lið á leik kl.15:00 og B-lið leik kl.15:50. Ég held að það væri einfaldast að allur hópurinn færi bara á sama tíma af stað til Grindavíkur. Þá væri brottför frá Ásvöllum kl.13.50.

Liðin verða eitthvað mjög svipuð og í leikjunum síðustu gegn ÍR/Leikni, það væri þó gott að vita hvort einhverjar eru farnar í sumarfrí eða einhverjar komnar úr sumarfríi.

Kommentið hér hvort þið komist á bíl, við förum með 16 leikmenn og þurfum því pláss fyrir þann fjölda.
......................

Annað mál er svo að staðan er nú þannig að við erum með 20 stelpur skráðar á símamótið. Þar er Jóna ekki meðtalinn svo ef hún ætlar með þá erum við komin í 21 eina stelpu og það nægir til að hafa 3 lið :). 

Hvernig er svo annars með ykkur Kristín, Eva, Aníta, Jóna, Alda og fleiri? Ætlið þið að koma? :) 

kv. Jónsi 

 


Leikir á morgun við ÍR/Leikni á Leiknisvelli í efra Breiðholti

Sæl öll sömul! Afsakið hvað liðin koma seint inn, ég var að reyna að fá B-liða leiknum flýtt til þess að allar myndu mæta á sama tíma, sem hefði auðveldað mér töluvert vinnuna. En það gekk því miður ekki.

Þannig að hér eru liðin og mætingatímarnir:

A-lið (mæting kl.16:30 á LEIKNISVÖLL - ATH ekki ÍR-völl sem við spiluðum í vetur):
Allý, Hófý, Sædís, Sæunn, Anna (mætir með A-liði en spilar kannski B-leik ef ekkert kemur upp á), Aníta, Oddný og Ásthildur.

B-lið (mæting kl.17:20 á LEIKNISVÖLL - ATH ekki ÍR-völl sem við spiluðum á í vetur):
Jóna, Guðríður, Ágústa, Rebekka, Magga, Helga, Saga og ef Silja er stödd í bænum þá á hún að mæta??


Símamótið 2013

Sælir foreldrar. 

Eins og flestum ætti að vera kunnugt er undirbúningur vegna Símamótsins í fullum gangi.

Símamótið verður haldið dagana 19.-21. júlí 2013.
Haukar (5. flokkur) hafa skráð og greitt staðfestingargjald fyrir þrjú lið. 

Foreldrar þurfa nú að greiða þátttökugjald 7000 kr. inná reikning 0140-05-73527
kennitala: 100473-3139 í síðasta lagi þriðjudaginn 9. júlí 2013,
senda þarf kvittun á oskhjukka@internet.is


Mjög mikilvægt er að foreldrar skrái nafnið á stelpunni í skýringu um leið og greitt er. Það sparar tíma við að finna út úr því hverjar eru búnar að borga ;-) 

Gott væri ef þið settuð þátttöku stelpunar líka hérna inn að neðan við þessa frétt. 

Nánari upplýsingar um Símamótið koma svo inn síðar.
Einnig er hægt að fylgjast með gangi mála á heimsíðu mótsins www.simamotid.is 

Með boltakveðju,
foreldraráðið   

 


Leikir á morgun, þriðjudag við Val og Breiðablik. Allar stelpurnar sem eru að æfa eiga að mæta ef þær geta!

Sælar stelpur og foreldrar,

Hér eru liðin á morgun, þriðjudag, við ætlum að gera okkar besta, það getur enginn beðið okkur um meir en það!

A-liðið: Allý, Hófý, Jóhanna, Sæunn, Sædís, Ásthildur og Dagbjört Bjarna.
B-liðið: Elín (6.fl), Aníta (mætir líka með A-liði), Anna (mætir líka með A-liði), Guðríður, Auður, Erla (6.fl) og Ágústa.
C-liðið: Jóna, Karen, Rebekka, Saga, Magga, Særún og Eva. Svo koma hér tvær sem eru nýbyrjaðar að æfa!

A- og C-liðin, auk Önnu og Anítu eiga að mæta kl.16:30 á Ásvelli. B-liðið á að mæta kl.17:20

kv. Jónsi


Erfiðir FH-ingar

FH reyndist okkur of stór biti í dag stelpur mínar. Alls ekki láta þetta brjóta ykkur niður stelpur mínar (sérstaklega í B- og C-liðum) það kemur leikur eftir þennan leik og dagur eftir þennan dag. Við munum bæta okkur og munið að fótboltamenn sem eflast við mótlæti verða góðir fótboltamenn.

Hlakka til að sjá ykkur hressar á mánudaginn! :)

kv. Jónsi 


Leikir á morgun við FH kl.16 og 16.50 - liðin eru hér!

Sæl öll!


Á morgun eru leikir gegn FH eins og áður hefur verið greint frá. Liðin eru eftirfarandi:

A-lið: Sæunn, Sædís, Ásthildur, Jóhanna, Hófý, Aníta, Oddný, Silja og Allý.
B-lið: Dagbjört Bjarna, Anna Dís, Gurrý, Silja, Auður, Ágústa, Helga, Saga og Jóna.
C-lið: Saga, Særún, Rebekka, Magga, Eva, Elín, Erla, Dagbjört Ylfa, Karen + 1 til tvær úr 6.fl.

Ef einhver af þeim sem eru frekar nýlega byrjaðar að æfa vilja vera með þá er það meir en velkomið. Látið mig bara vita hér eða í síma 8666812. Einnig þarf ég að vita það fyrir kl.18:00 í dag ef einhver kemst ekki af þessum stúlkum sem ég hef nefnt hér að ofan.

Mæting hjá A- og C-liðum er kl.15:30 upp í Kaplakrika. Mæting hjá B-liðinu er kl.16:20.

Ég biðst afsökunar á rangri tímasetningju hjá mér í gær með leikina. Ég taldi að þeir byrjuðu kl.17 og 17.50 en hið rétta er að þeir byrja kl.16 (A og C-lið) og 16.50 (B-lið)

Minni svo þær sem eiga að spila með 4.flokki í dag á að mæta kl.16.00 upp á Breiðablikssvæði og svo minni ég einnig á að boltasækjarar eiga að vera mættir kl.18:45 hér á Ásvelli (verið vel klæddar).


kv. Jónsi


Leikir og ýmislegt annað

Sælar stelpur,

Á fimmtudaginn eigum við leiki við FH í A-, B- og C-liðum. A- og C-liðin eiga leik kl.17:00 en B-liðið kl.17:50. Liðin í þessum leikjum koma inn á morgun.

Svo er ýmislegt fleira:

Matta, Hófý, Ásthildur, Oddný, Anna Dís, Sædís, Silja, Dagbjört Bjarna og Aníta eiga að mæta í leik hjá 4.flokki á móti Breiðablik á morgun, miðvikudag. Leikurinn hefst kl.17.00 en mæting er kl.16.00 upp í Smára (heimavöllur Breiðabliks).

Loks ætlaði ég svo að minna á leik meistaraflokks kvenna kl.19:15 á morgun, miðvikudag. Þar ætluðu nokkrar að vera boltasækjar, og væri æskilegt að þær komi kl.18:45.

kv. Jónsi


Boltasækjar!

Sælar stelpur,

Mig vantar eins margar og komast til að vera boltasækjar í kvöld í leik hjá meistaraflokki kvenna. Leikuirnn hefst kl.19:15 og ætla ég að biðja ykkur að vera komnar hálftíma fyrr! Sem sagt kl. korter í 7. Þær sem koma gætu átt von á óvæntum glaðning frá mér :-).

Látið vita hér ef þið komist og mætið svo bara kl.18:45.

kv. Jónsi 


Leikir á Ásvöllum í A- og B-liðum gegn Þrótt R.

Sælar stelpur og sælir foreldrar,


Á morgun eru leikir hjá okkur eins og áður hefur verið greint frá. A- og B-liðin eiga leiki og ætla ég að fá að boða allar stelpurnar á sama tíma þó svo að skv. plani eigi liðin ekki leiki samtímis, ætla nefnilega að reyna að fá því breytt þannig að liðin spili samtími.

Liðin eru í smá endurskoðun þannig að ég ætla ekki að segja strax hver er hvar en eftirtaldar dömur eiga að mæta til leikjanna:

Allý, Jóna og Matta (ef þú kemst) eiga að mæta. Svo Anna, Hófý, Sædís, Sæunn, Jóhanna, Ásthildur, Dagbjört Bjarna, Oddný, Silja, Dagbjört Freyja, Guðríður, Aníta, Rebekka, Ágústa, Magga og Auður.

Mæting er kl.16:20 í Vallarhúsið á Ásvöllum :-) (á fimmtudag).

kv. Jónsi


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband