Sælar stelpur og foreldrar,
Æfingarnar á föstudögum hefjast héðan í frá kl.15:00 og tekur breytingin gildi strax. Væntanlega mun þessi tími verða okkar tími þar til sumaræfingar hefjast. Það gæti þó verið svigrúm til að breyta þessu í maí ef við þörfnumst þess. Breytingin tekur gildi strax og er æfingin á morgun kl.15:00.
Á laugardag eru svo leikir hjá okkur. A-liðið hefur leik kl.13:00 og B-liðið kl.13:50. Mæting hjá A-liðinu er kl.12:30 og B-liðinu kl.13:10. Hóparnir fyrir þessa leiki verða tilkynntir á morgun en því miður ná sennilega ekki allar að spila því C-liðið okkar er ekki skráð í þetta Faxaflóamót.
kv. Jónsi
Athugasemdir
Því miður sáum við ekki breyttan æfingatíma :( og Ágústa kemur því ekki á æfingu ...
kveðja
Ragga
Ragga (IP-tala skráð) 5.4.2013 kl. 15:28
Ég kemst ekki að keppa og á nokkrar æfingar er handleggsbrotinn :(
Oddný (IP-tala skráð) 6.4.2013 kl. 13:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.