Pæjumót Eyjum 12-15.júní

Sælir foreldrar/ forráðamenn !!!!

Eins og flestir vita var ákveðið í haust að 5. flokkur tæki þátt í Pæjumótinu í Vestmannaeyjum sem haldið verður 12-15.júní. Búið er að panta fyrir Haukana á þetta mót og verður farið miðvikudaginn 12. júní kl 13:00 frá Landeyjarhöfn og komið til baka laugardaginn 15.júní kl 20:30.  Allar upplýsingar varðandi mótið er á heimasíðu mótshaldara paejumot.ibv.is og hvetjum við ykkur til að kíkja á dagskrá mótsins.  Nú er komið að því að við þurfum að greiða staðfestingu og þurfum við því að vita fjölda stelpna sem taka þátt sem fyrst, EKKI seinna en sunnudaginn n.k 14.apríl.  Mjög mikilvægt að við vitum hversu margar stelpur fara svo hægt sé að gera ráðstafnir varðandi lið, far í herjólf osfrv.  Jafnframt bið ég ykkur um að greiða staðfestingu 10.000 kr inná reikning 140-05-10255 kt. 091273-3069.  Kvittun á fanney@menntun.is með nafni barns.

Ekki er kominn heildarkostnaður á ferðinni en gert er ráð fyrir að hann verði 25.000-30.000.  Erum að reyna að halda kostnaði í algjöru lágmarki.  Munum senda ykkur nákvæmari tölu þegar við vitum hversu margar stelpur taka þátt.

Við vitum að margir foreldrar ætla að fara með og hafa nú þegar bókað með Herjólfi.  Herjólfur er þétt setinn þessar dagsetningar og hvet ég ykkur sem ætla með en hafa ekki bókað far, að drífa í því.  Einnig ef fólk er að hugsa um gistingu.

Þar sem margir foreldrar verða á bílum í Eyjum verður ekkert mál að ferja stelpurnar á milli staða ef það þarf. Til að sleppa við rútukostnað að/frá Landeyjarhöfn langaði okkur að athuga hversu margir foreldrar færu Til/frá Eyjum á þessum tíma og hvað mörg laus sæti hver og einn hefur.  Væri frábært ef við næðum að sameina stelpurnar í bíla að Landeyjarhöfn.  Bið ég ykkur því að setja það líka inn um leið og þið staðfestið að stelpan ykkar fari. 

Allir sem á fundinum voru, voru tilbúnir að leggja fram hjálparhönd og ætlum við að prófa að setja upp smá verkaskiptingu.  Ákveðið var að Helma/mamma Dagbjartar Freyju, Guðrún/mamma Möttu, Óskar/pabbi Ágústu og svo Jónsi þjálfari myndi vera með þeim í skólanum og gista.   Þurfum svo liðsstjóra, matarnefnd osfrv.  Engin kvöð, en okkur langar til að prófa þetta.  En auðvitað erum við öll þarna til staðar þannig að það er nægur mannskapur.

Vonumst til að sem flestar sjái sér fært um að mæta á þetta mót, verður án efa mikil upplifun fyrir þær.

kv Foreldraráð 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hólmfríður Rakel mætir á mótið.

Ég þyrfti að fá far fyrir hana Hófý til eyja.

Við verðum á bíl seinnt á föst og allan laugardaginn (Óli kemur ekki fyrr en með seinniferð á föst).

Ég mun sjálf mæta á miðvikudeginum til eyja er að lenda um kl 17.

Brynja Dröfn (IP-tala skráð) 10.4.2013 kl. 11:14

2 identicon

Guðríður Ylfa kemur á mótið. Við fjölskyldan ætlum einig til eyja, en við eigum panað til eyja kl 10:00 sama dag en til baka á sunnudeginum. Við erum með eitt far laust. þá er spurning um að Guðríður komi bara með okkur?

Rakel (IP-tala skráð) 10.4.2013 kl. 13:48

3 identicon

Silja Jenný mætir á mótið og ég fer með henni. Það er pláss fyrir 2-3 stelpur með okkur í bíl.

Kv.Milla

Milla (IP-tala skráð) 10.4.2013 kl. 15:11

4 identicon

Dagbjört Freyja ætlar að mæta, við mæðgur förum með liðinu kl. 13 á miðvikudeginum, við förum allavegna á bíl til Landeyjarhafnar og höfum pláss fyrir 2-3 stúlkur. Kv. Helma

Helma (IP-tala skráð) 10.4.2013 kl. 17:53

5 identicon

Dagbjört Bjarna fer með. Við fjölskyldan ætlum með en förum ekki á sama tíma og þær til Eyja. Dagbjört þyrfti far til Eyja en við komum með þeim heim og höfum þá eitt laust sæti.

Fanney (IP-tala skráð) 11.4.2013 kl. 08:18

6 identicon

Matthildur Dís ætlar til eyja. Okkur verður væntanlega skuttlað á Bakka og erum því væntanlega með eitt laust pláss. kv Guðrún

Guðrún (IP-tala skráð) 11.4.2013 kl. 13:22

7 identicon

Unnur Dögg ætlar að koma með við komusmst ekki vegna vinnu, en hún er komin með far... Kv. Inga

Inga (IP-tala skráð) 11.4.2013 kl. 19:31

8 identicon

Særún er búin að borga staðfestingu :)

Getum örugglega sótt eða keyrt aðra leið ef það vantar sjálfboðaliða. Við foreldrarnir komumst því miður ekki með til eyja.

Særun Björk (IP-tala skráð) 11.4.2013 kl. 20:34

9 identicon

Karen Rós ætlar að mæta.

Við ætlum öll að fara og eigum bókað far með Herjólfi á miðvikudagskvöldið, ég býst við að hún fari með okkur þá.

Förum uppá land aftur á laugardeginum eftir hádegið og höldum þá áfram í fríi og förum ekki beint í Hafnarfjörð þannig að við getum því miður ekki boðið far til og frá eyjum, en verðum með bíl á staðnum og tilbúin í allt skutl á mótinu:)

Daði (IP-tala skráð) 11.4.2013 kl. 22:40

10 identicon

Saga Líf mætir - ég planaði að fara með sem liðsstjóri þar sem fjölskyldan kemur ekki með. Við þyrftum að fá far með einhverjum góðhjörtuðum :-)

Ævar Þórólfsson (IP-tala skráð) 12.4.2013 kl. 14:27

11 identicon

Oddný mætir :D

hafsteina (IP-tala skráð) 12.4.2013 kl. 17:44

12 identicon

Sæunn kemur á Pæjumótið en því miður lítur út fyrir að foreldrarnir komist ekki með.

Steinunn (IP-tala skráð) 13.4.2013 kl. 10:56

13 identicon

Ásthildur fer með til Eyja. Fjölskyldan fer líka en við förum seint á miðvikudeginum svo Ásthildur þyrfti far til Landeyjarhafnar. Hún fer svo með okkur heim á sunnudeginum.

Òsk (IP-tala skráð) 14.4.2013 kl. 12:31

14 identicon

Sædísi Emblu langar á mótið og skrái hana hér með og borga staðfestingu en því miður komumst við ekki með.

Gunnur Sif (IP-tala skráð) 14.4.2013 kl. 13:50

15 identicon

Aníta fer með mömmu sinni til eyja 11 júní

Aníta bergmann (IP-tala skráð) 14.4.2013 kl. 17:19

16 identicon

Jóhanna Birna ætlar á mótið. Við foreldrarnir stefnum að því að fara með.

Jóhanna Birna (IP-tala skráð) 14.4.2013 kl. 20:53

17 identicon

Allý ætlar en alveg eftir að plana hvernig hún fer og hver fer með henni, seinni tíma vandamàl😋 hún á líka aukafjölskyldu í eyjum svo þetta mun allt reddast

Unnur (IP-tala skráð) 14.4.2013 kl. 23:16

18 identicon

Rebekka Rut mætir á mótið.

Rebekka Rut (IP-tala skráð) 15.4.2013 kl. 07:57

19 identicon

Anna Dís og Ágústa hafa greitt..

Fanney (IP-tala skráð) 15.4.2013 kl. 08:25

20 identicon

ég kemst ekki á æfingu í dag í meiddi mig á fætinum í íþróttum :'( :'( :(

silja (IP-tala skráð) 15.4.2013 kl. 14:52

21 identicon

Margrét Lovísa fer á pæjumótið - get ekki sagt að svo stöddu hvort við förum bæði með foreldrarnir eða hvernig þetta verður.

Rósa (IP-tala skráð) 17.4.2013 kl. 08:56

22 identicon

Auður Rán hefur staðfest

Fanney (IP-tala skráð) 18.4.2013 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband