Fjáröflun vegna keppnisferða 5.fl.kvk HAUKA í sumar.

Sælir kæru Haukaforeldrar.
Við höfum fengið það frábæra tækifæri að sjá um sölu á SÁÁ álfinum í hluta Hafnarfjarðar. Foreldrafélög 4., 5. og 6. flokks kvenna hafa ákveðið að stýra sölunni í sameiningu.
Mörg önnur íþróttafélög hafa tekið að sér álfasöluna og hafa börnin náð að vinna verulega upp í ferða- og mótakostnað sinn með þessu.
Sölutímabilið er 6.-12. maí 2013 og er ágóði af hverjum álf 400 kr. Mánudag og þriðjudag (6. og 7. maí) verður gengið í hús í þeim götum sem okkur eru úthlutaðar, en á föstudeginum 10. maí fær 5. flokkur að standa vaktina í Bónus á Tjarnavöllum, Krónunni við Hvaleyrarbraut og í verslunarmiðstöðinni Firði.

Nokkur lykilatriði:
- Þar sem um mikil verðmæti og hagsmuni er að ræða þarf foreldri eða forráðamaður að fylgja hverri stúlku. Ef það er ekki hægt, látið okkur vita, en það hefur áhrif á ágóða stúlkunnar (sjá neðar).
- Mánudag og þriðjudag (6. og 7. maí) verður gengið í hús og verður stelpunum úthlutað götum þegar þær mæta. Til vara höfum við fimmtudag og sunnudag, þ.e. ef ekki hefur náðst að ganga í allar götur á okkar svæði.
- Ágóði hvers dags skiptist jafnt á milli þeirra stúlkna sem tóku þátt þann daginn. Til að gæta sanngirnis og jafnræðis fá allar stúlkur tvo "hluta" af pottinum hvern dag, en einn "hluta" ef stúlka mætir ein án foreldris eða forráðamanns. Ágóðinn verður svo lagður inn á reikninga stúlknanna að loknu sölutímabilinu.
- Mæting á mánudag er kl. 17:30 á Ásvelli. Foreldrar munu sjá um að keyra stúlkurnar í þau hverfi sem þær fá úthlutað.
- Á föstudeginum halda stúlkurnar (í fylgd foreldra) á sína stöð (Bónus/Krónan/Fjörður) strax eftir æfingu, eða kl. 16 (til að ná seinni parts traffíkinni).
- Sölu hvers dags þarf að skila á Ásvelli kl. 20-20:30.
- Athugið að SÁÁ setur mjög skýrar reglur um þessa sölu og því er okkur óheimilt að selja álfana nema í þeim götum og á þeim stöðum sem okkur er úthlutað.
- Það má taka þátt alla dagana - þeir fiska sem róa :-)

Að sjálfsögðu velja allir hvort þeir taki þátt eða ekki, en við vonum að sem flestar stúlkur og foreldrar taki þátt í þessu verkefni, enda til mikils að vinna.
Tilkynna þarf þátttöku í síðasta lagi sunnudaginn 5. maí á blogginu http://5kvkhaukar.blog.is/ .

Ef þú vilt nánari upplýsingar, endilega hafðu samband.
Kær kveðja,Foreldraráð 5. flokks kvenna
Fanney - fanney@menntun.is - 695-9428 Helma - helma@internet.is - 862-1441

Hlynur - helgai2@simnet.is - 868-8202 Ósk - oskhjukka@internet.is - 661-7433

Ævar - aevarth@simnet.is - 863-7188


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ágústa Ýr mætir + mamma/pabbi :)

Ragga (IP-tala skráð) 3.5.2013 kl. 10:25

2 identicon

Sædís tekur þátt á mánudag og þriðjudag, verður ekki í bænum seinnipart vikunnar

Jón Sen (IP-tala skráð) 3.5.2013 kl. 11:32

3 identicon

Anna Dís mætir og mamma/pabbi

Helga Ingimarsdóttir (IP-tala skráð) 3.5.2013 kl. 12:58

4 identicon

ég kemst ekki á æfingu á föstudag ættla á fjórða flokks gá hvort ég spila á dómínósmótinu.

Sædís embla (IP-tala skráð) 3.5.2013 kl. 14:10

5 identicon

Dagbjört Freyja mætir með foreldi

Dagbjört Freyja (IP-tala skráð) 3.5.2013 kl. 14:59

6 identicon

Ásthildur Rós mætir með foreldri.

Ósk (IP-tala skráð) 3.5.2013 kl. 18:13

7 identicon

Dagbjört Bjarna mætir með foreldri

Fanney (IP-tala skráð) 3.5.2013 kl. 21:04

8 identicon

Helga Rún mætir með foreldri

Brynja Sif (IP-tala skráð) 4.5.2013 kl. 10:58

9 identicon

ég mæti með mömmu :)

oddný (IP-tala skráð) 5.5.2013 kl. 18:44

10 identicon

Ég mæti með foreldri :D

Sæunn (IP-tala skráð) 5.5.2013 kl. 19:07

11 identicon

Jóhanna Birna tekur þátt á mánudag og þriðjudag.

Jóhanna Birna (IP-tala skráð) 5.5.2013 kl. 22:13

12 identicon

Ég kem með pabba.

Saga Líf (IP-tala skráð) 6.5.2013 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband