Símamótið - fimmtudagur

Nú líður senn að Símamótinu en það hefst eins og allir vita á fimmtudagskvöldið.
Við ætlum að hafa hitting á fimmtudaginn fyrir skrúðgöngu á Ásvöllum. Það er mæting kl. 17:00 og förum við þaðan í skrúðgönguna sem hefst kl. 19:30. Foreldar/fjölskyldur og stelpur eru hvattar til að mæta og vera með í pizzupartýi.
Stelpurnar koma með 1.000 fyrir veigum. Foreldrum/fjölskyldum gefst líka tækifæri á að kaupa pizzu - muna eftir pening.

Við hvetjum foreldra til að flétta eða láta flétta stelpurnar áður en þær mæta á Ásvelli. Að flétta er heilmikil vinna og því væri best að sem flestar mættu fléttaðar. Ef einhver lendir í vandræðum með það þá er hægt að skella fléttum í nokkrar á Ásvöllum. Mikilvægt er að þær sem kunna að flétta gefi sig fram á Ásvöllum svo allt gangi hraðar fyrir sig ef þær verða margar. Það er stemmning í því að allar mæti með fléttur í skrúðgönguna.

Í skrúðgöngunni á að mæta í rauðu hálfrenndu Haukapeysunum frá pæjumótinu og svörtum buxum. Einnig væri sniðugt að kaupa Haukatatoo á Ásvöllum og skella því á kinnarnar á stelpunum.

Hlökkum til að sjá sem flesta á Ásvöllum bæði foreldra og stelpur.

Foreldraráð

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvenar Koma liðinn inn fyrir Símamótið? 😉

Indiana og Siljakaren Karen (IP-tala skráð) 16.7.2014 kl. 09:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband