Sælt veri fólkið. Það eru leikir hjá okkur á morgun gegn Víkingum kl. 16:00 og 16:50. Allir leikmenn mæta 15:30 (verið í sambandi við mig ef þið þurfið nauðsynlega að vita fyrirfram hvort ykkar stelpa spili 16:00 eða 16:50). Æfing á miðvikudag á venjulegum tíma en svo erum við að hugsa um að bregða út af venjunni á fimmtudaginn og skella okkur saman á Ísland-Danmörk sem er gríðarlega mikilvægur leikur fyrir kvennalandsliðið okkar, og þar með fyrir okkur líka!!! Stelpurnar fá frítt á leikinn og við getum líka fengið frítt fyrir ykkur foreldrana en þurfum þá að vita ekki seinna en í hádeginu á morgun hve marga miða við þurfum. Endilega fjölmennið (þeir sem ætla að fá miða kommenta hér f. neðan). Á föstudaginn er svo lokaumferð Íslandsmótsins hjá okkur en þá mætum við Fylki á Fylkisvelli kl. 17:00 og 17:50. Nánar um það þegar líður á vikuna.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.