Fundur á miðvikudag

Komið þið sæl. Æfing venju samkvæmt í kvöld og vonandi sjáum við sem flestar. Á morgun, miðvikudag, er veðurspá ekkert of spennandi og ætlum við að breyta aðeins út af vananum og hafa fræðslufund á Ásvöllum. Stelpurnar mega mæta með íþróttanammi á venjulegum æfingatíma. Við ætlum að ræða um mikilvægi góðrar ástundunar og heilbrigða lífshætti. Einnig munum við nefna og útskýra nokkur hugtök sem mikið eru notuð í fótboltanum, sérstaklega varðandi stöðurnar á vellinum. Kær kveðja, Helga og Dagrún Birta.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband