Nesti !!

Gott væri að hafa með sér í rútuna  eitthvað að borða og drekka. 

 


Brottför og upplýsingar vegna Goðamótsins

Stelpur, Foreldrar/forráðamenn.

Þá eru aðeins þrír dagar í Goðamótið Smile

Við áætlum að mæta á Ásvelli kl 9:00, föstudaginn 1. mars. 
Við þurftum að fá stærri rútu, þar sem alltaf voru fleiri og fl. að bætast við, sem er hið besta mál. Ákveðið hefur verið að setja 1000 kr. heildar gjald á fylgdarmenn og fararstjóra vegna breytingargjalds á rútu.

Skráðir Keppendur eru nú 25 og þjálfarar og fararstjórar og aðrir fylgdarmenn eru 15.
Foreldraráðið er ánægt með að sjá hve margir foreldrar ætla að fylgja hópnum og lofum við góðri og skemmtilegri fótboltahelgi Wink

Minnum foreldra á að biðja um leyfi frá skóla.

Bakstur.
Gott væri ef eitthvert bakkelsi fylgdi með hverri stúlku, þarf alls ekki að vera mikið.
Við erum að tala um kleinupoka, muffins, skinkuhorn, pizzasnúða eða eitthvað svipað Smile

Það sem stelpurnar þurfa að hafa með sér er eftirfarandi:
Sæng og kodda og eða svefnpoka, dýnu og eitthvað til þess að breiða undir vindsængur ef þær eru með þær. Haukakeppnisbúning og  Haukagalla, takkaskó eða gerfigrasskó, legghlífar, sundföt og handklæði.

Ipod og önnur Sambærileg  tæki er á ábyrgð stúlknanna sjálfra.

Við munum reyna að setja inn á bloggið fréttir og leikjaplön 5. flokks Hauka...
 
                                                   Foreldraráðið

 

 


Liðin á Goðamótinu

Sælar stelpur,
 
Á þessum tíma eftir viku verðum við á leiðinni norður á Goðamót á Akureyri! :D
 
Eins og þið hafið beðið spenntar eftir þá eru liðin á mótinu hér: 
 
Íslenska deildin: Sæunn, Jóhanna, Sædís, Ásthildur, Dagbjört B, Anna, Hófý + markmaður.
 
Enska deildin: Dagbjört F, Helga, Gurrý, Silja, Oddný, Unnur, Dagbjört Y (6fl) + markmaður.
 
Spænska deildin: Særún, Karen, Eva, Rebekka, Aníta, Margrét, Saga, Auður og Ágústa.

Markmenn eru Allý og Elín. Ég er að skoða hvort við náum að bæta við okkur markmanni.
 
Síminn hjá mér er 8666812 ef einhverjar spurningar eru. Ég vona að ég sé engri að gleyma!
 
Ég minni svo á æfingu í dag kl.16:30. Það verður bara spil og gaman í dag!
 
kv. Jónsi 

Smá hugleiðing um Faxaflóamótið!

Sælar stelpur og foreldrar,

Örstutt hugleiðing um Faxaflóamótið okkar í dag. Eins og ég bjóst við fyrirfram var þetta nokkur brekka og við áttum í erfiðleikum með þessa sterku andstæðinga.

Ég lít þó á þetta mjög jákvæðum augum því mér fannst undir lokin stelpurnar okkar átta sig aðeins betur á hvernig þarf að spila gegn sterkum liðum, það er að segja að þora að spila undir pressu og síðast en ekki síst hlaupa allan liðlangan leikinn. 

Stóri munurinn á okkur og hinum liðunum felst aðallega í spyrnugetu og þá aðallega sendinga og móttöku getu (í stuttu máli öryggi á boltanum). Það er akkúrat sá hlutur sem við erum að reyna að laga sem mest hjá okkur en jafnframt sá hluti sem erfiðast er að æfa á Ásvöllum með svona ungar stelpur. Ástæðan er kuldi og vindur og slíkt því erfitt er að halda uppi miklu tempói á þessum aldrei í sendingaæfingum. 

Næstu tvær vikur fram að Goðamóti munu fara einungis í þetta atriði og hver veit, kannski stríðum við Blikum á Goðamótinu :)

En ég þakka ykkur stelpur fyrir samt sem áður skemmtilegan dag, maður fer ekki í gegnum lífið í boltanum taplaus en ef maður eflist við hverja raun er öruggt að maður mun ná árangri fyrr en síðar! 

kv. Jónsi 

 


Faxaflóamótið (uppfært)

Sælar stelpur,

Ég mun velja liðin í kvöld eða fyrramálið og setja þau hér inn í þessa frétt.

Mótið er á sunnudag og er mæting hjá A-liði kl.12:00 en hjá B-liði kl.12:30. Leiktíminn í mótinu eru 2x12,5 mín og eru spilaðir 3 leikir.

Leikjaplanið hjá liðunum getið þið séð með því að smella hér! 

Hér koma liðin og fyrirgefið hvað þetta kemur seint! (ath ég setti bara þær hér sem skráðu sig).

A-lið: Dagbjört Bjarna, Jóhanna, Ásthildur, Sædís, Allý, Hófý, Oddný, Anna, Helga og Sæunn.

B-lið, Dagbjört Freyja, Ágústa, Auður, Aníta, Guðríður, Silja, Unnur, Karen, Rebekka og Eva. 

Það er spurning hvort Allý sé til í að taka markið í A-liðum en í B-liðinu þurfum við e-ð að skoða hverjar vilja taka það. 


Faxaflóamótið á sunnudag

Sælar stelpur,

Næsta sunnudag fer fram Faxaflóamótið og er það spilað í Kórnum. Við mætum til leiks með A og B-lið. Þið megið skrá ykkur hér :)

kv. Jónsi 


Hittingur

                                                                                                            Hittingur 

Stelpur áætlaður er hittingur þann 15. febrúar eftir æfingu, planið

er að fara í sund í Ásvallarlaug og  eftir sundið koma þið yfir á Ásvelli

þar verður  pizza  og eitthvað verður sprellað saman. 

Endilega að láta vita ef þið ætlið að vera með.
 

Smile

Foreldrar hvattir til þess að koma með. Kostnaður 500 kr á mann.

 

 


Foreldrafundur miðvikudag 13.02.2013 kl:18:00

Sælir foreldrar/forráðamenn

Foreldrafundur vegna Goðamótsins verður haldin miðvikudaginn 13. Janúar, á Ásvöllum. Fundurinn hefst stundvíslega kl. 18:00
Ef einhverjir foreldrar/forráðarmenn sjá sér ekki fært að mæta eru þeir vinsamlegast beðnir um að láta vita af því ;-)

Ø  Farið verður yfir ferðatilhögun 5. flokks á Goðamótið og önnur mál.

 Ø  Kostnaður vegna mótsins 

 
Með Haukaboltakveðju,
 foreldraráð 5. flokks kvenna

Goðamót Akureyri

 Goðamót Akureyri
5. Flokkur kvenna knattspyrna
01.mars -03.mars

Sælir foreldrar/forráðamenn

Ø  Þær stúlkur sem nú þegar hafa skráð sig á Goðamótið eru:
Jóhanna Birna, Sædís Embla, Unnur, Guðríður Ylfa, Allý, Aníta, Anna Dís, Ásthildur Rós, Helga Rún, Saga, Dagbjört Freyja, Dagbjört Bjarna, Rebekka Rut, Silja Jenný, Sæunn, Oddný, Ágústa, Eva Hrund, Hófý, Særún,Birgitta og Margrét Lovísa.
Ef einhver hefur gleymst þá endilega látið okkur vita strax!!

Ø  Foreldrar sem gefið hafa kost á sér til farastjórnar eru:
Fanney mamma Dagbjartar Bjarnad, Brynja Sif mamma Helgu Rúnar, Ósk mamma Ásthildar, Helga Ingimars mamma Önnu Dísar, Ari Bergmann Pabbi Anítu, Unnur mamma  Allýar ,Ævar pabbi Sögu og Jónsi þjálfari mun að sjálfsögðu fylgja hópnum okkar.
 Ef það eru einhverjir fleiri  foreldar sem vilja bætast í hópinn og taka skemmtilega fótboltahelgi með stelpunum,  þá endilega hafið samband sem allra fyrst við foreldraráðið.

Ø  Kostnaður vegna mótsins
Rútuferðir: Hafnarfjörður-Akureyri-Hafnarfjörður

8.500 kr.

                      Tvær máltíðir í staðarskála

2.300 kr.

                      Þátttökugjald Goðamót

8.500 kr.

                      Nestiskostnaður

2.500 kr.

                                                                          Samtals

21.800 kr.

  

Ø  Lagt verður af stað snemma á föstudagsmorgni þann 1. mars næstk. og munum við ferðast  með FAB travel. Gist verður í Glerárskóla.

Ø  Foreldrar þurfa að muna eftir því að biðja um frí í skólanum fyrir dætur sínar.

Ø  Nánari upplýsingar um mótið og  ferðatilhögun koma svo þegar nær dregur.  

Foreldraráðið óskar nú eftir því að stúlkurnar staðfesti  þátttöku sína á Goðamótið
 á bloggsíðu flokksins
http://5kvkhaukar.blog.is/blog/5kvkhaukar/  og í framhaldi af staðfestingu þarf að greiða 21. 800 kr. mótsgjald  inn á reikning númer: banki 140- hb 05- reiknr. 10255 Kennitala: 091273-3069 Muna að skrá í skýringu  nafn barns/barna og senda skal kvittun á fanney@menntun.is 

Með Haukaboltakveðju,
 foreldraráð 5. flokks kvenna


Lakkrís

Þeir sem eiga eftir að ganga frá uppgjöri á lakkrís verða að ganga frá því á morgun.

 Kveðja

Foreldraráð


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband