Pæjumót, greiðsla

Þá er komið að því að greiða fyrir Pæjumótið. Gjaldið er 28.000 kr með peysu, og 21.600 kr án peysu. Þær stelpur sem tóku þátt í flöskusöfnunni eiga að draga ágóðann frá gjaldinu, 2 hlutar(með foreldri) 8.150 kr, 1 hlutur (mætti ein) 4.075 kr. Reikningsnr 544-05-411748 kt 311077-5469, senda svo kvittun á evaharpa@gmail.com og setja nafn stelpunar í tilvísun. ATH greiða í síðasta lagi 17. maí. Ef eitthvað er óljóst þá má hafa samband við mig í síma 698-4431 eða senda tölvupóst.

Þessar stelpur ætla að fá peysur skv. skráningu: Silja, Àgústa, Dagbjört, Sigrún, Dagbjört Y, Aníta, Sólborg, Unnur, Erla, Auður, María, Svanhildur, Hólmfríður, Elín, Rakelog Salka. Vinsamlega látið Eniku vita ef fleiri bætast við, hún pantar seinni partinn í dag. 

Kveðja,

foreldrastjórn.  


Dómaranámskeið

Sælir foreldrar
 
Nú á fimmtudag verður KSI með dómaranámskeið á Ásvöllum kl. 17:00.   Allir foreldrar iðkennda í öllum flokkum HAUKA  eru velkomnir á þetta námskeið og óskar knattspyrnudeildin eindregið eftir því að sem flestir mæti!

Það auðveldar allt starf deildarinnar mjög að geta leitað til áhugasamra foreldra með að dæma leiki yngri flokka Hauka í Íslandsmóti og einnig í æfingaleikjum. Einnig verðið þið líka fróðari um knattspyrnu og reglur leiksins og getið þannig frætt börnin ykkar um það þegar að fylgst er með leikjum í sjónvarpi eða á vellinum.
 
Ef fólk situr þetta dómaranámskeið og tekur prófið úr því (mjög létt krossapróf) þá öðlast viðkomandi svokallað unglingadómarapróf, það veitir rétt til að dæma í 4. flokk og neðar og vera aðstoðardómari í 2.flokk og neðar. Ef viðkomandi dæmir 10 leiki á sama ári og hann tekur prófið þá fær hann aðgangsskírteini frá KSI á alla leiki í knattspyrnu á vegum KSI  (pepsi, 1. deild og landsleiki osv. fr.)
 
Þeir sem hafa áhuga á þessu endilega setjið ykkur í samband við undirritaðann eða dómarastjóra Hauka Kristjan Ara haukadomgaesla@gmail.com  nú eða mætið bara á Ásvelli kl. 17:00 á fimmtudag.
 
Virðingarfyllst
Jón Erlendsson
Formaður Knattspyrnudeildar Hauka

Íslandsmót, leikjaniðurröðun

Nú liggur leikjaniðurröðun Íslandsmótsins fyrir. Hér má sjá leiki a liðs: http://www.ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=32493, hér má sjá leiki b liðs: http://www.ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=32495 og hér má sjá leiki c liðs: http://www.ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=32529  
Vinsamlega kynnið ykkur þetta vel. Við skiljum að fólk fer í sitt sumarfrí og svona en biðjum um að reyna setja fótboltann samt frekar ofarlega í forgangsröðunina. Það hefur áhrif á heilt lið þegar einhverjar vantar. Svo væri frábært að fá að vita sem fyrst ef þið vitið þegar um leiki sem ykkar stelpa getur ekki tekið þátt í svo hægt sé að gera ráðstafanir  

Bestu kveðjur, Helga, Andrés og Karen


Fjáröflun og peysumátun

Dósasöfnun sunnudaginn 11 maí.

Mæting verður á Glitvelli 46 kl 17. Allir koma með gúmmíhanska og eina rúllu af svörtum ruslapokum. Við ætlum að skipta þessu þannig að það verður helmingurinn af foreldrum að telja og hinn helmingurinn að keyra þær á milli húsa þannig að það væri fínt ef foreldrar sem koma verði á bílum svo hægt sé að skiptast svolítið á í talningu og skutli. 
1 hlutur fyrir stelpu
2 fyrir stelpu og foreldri.

Þetta verður rosa gaman og allir verða að koma saddir því þetta er á matartíma en gott er að hafa með pínku nesti ef einhver verður nú svangur ðŸ˜Å 
 
Á sama tíma verður peysumátun á peysum sem pælingin er að kaupa fyrir Vestmannaeyjamótið.  

Hlökkum til að sjá ykkur kv foreldrastjórnin


Foreldrafundur vegna pæjumóts

Foreldrafundur vegna pæjumótsins í Eyjum verður haldinn á mánudaginn, 5.maí, kl. 18:30 að Ásvöllum. Rætt verður um kostnað, ferðatilhögun, fararstjórn o.fl. Vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta. 24 stelpur eru skráðar á mótið. Ef einhver hefur ekki enn skráð sig en ætlar með er það enn í lagi en það eru að verða síðustu forvöð. 

Kveðja,

þjálfarar og foreldrastjórn 


Leikir á laugardag á móti ÍA.

Leiki hjá 5 fl  á morgun Laugardag á Ásvöllum. 

 

A lið mætir á Ásvelli kl. 10,45 og þær sem eiga að mæta á þessum tíma eru.

Allý, Auður Rán, Dagbjört Freyja, Unnur, Elín, Erla Sól, Dagbjört Ylfa, Þuríður Ásta, Berghildur, Margrét. Gott ef Hófí og Birgitta kæmu í þennan leiki  svo myndu þær líka spila með b liðinu

 

B liðið  mætir á Ásvelli kl. 11,50 og þær sem eiga að mæta á þessum tíma eru.

Salka, Auður G, Stella, Birgitta , Karen , Birta, Ástrós, Sigrún, Hólmfríður,Sólborg, Silja.  Indí

Er ég nokkuð að gleyma einhverri. Vonandi ekki en endilega látið mig vita hverjar komst og líka ef þið komist ekki.

 

Kv Andrés 


Pæjumót í Eyjum - skráning

Nú fer að styttast í Pæjumótið í Vestmannaeyjum en það er haldið dagana 11.-14. júní.

Á eftirfarandi síðu má lesa ýmislegt um mótið, s.s. varðandi þátttökugjöld og annað: http://paejumot.ibv.is/sidur/skoda/sida/gjold  

Reikna má með að kostnaður fari yfir 20 þúsund krónur á hvern keppanda. 

Nú þurfum við að staðfesta endanlega hve mörg lið við sendum til keppni og því þarf að skrá sig á mótið í þessari viku eða í síðasta lagi á sunnudaginn, 27.4.

Vonum að sem allra flestar geti tekið þátt.

Kveðja,

þjálfarar.  

 


Æfing 9:30 mánudag og midvikudag

Fyrir páskafrí. Látid thetta berast :)

Æfing fellur nidur á sunnudag

Vegna leikja á vellinum. Afsakid hvad thetta kemur seint inn.

Ekki æfing á fimmtudag

Æfingin í Hraunvallaskóla á fimmtudag fellur niður :(

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband