Næstu dagar

Minnum á æfingatíma okkar á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum kl. 17-18 og á fimmtudögum kl. 16:45-17:45. Á miðvikudaginn eiga öll liðin okkar að leika gegn FH á Ásvöllum kl. 17:00 og 17:50. Vinsamlega boðið forföll, ef einhver eru, sem allra fyrst. 

Kveðja, þjálfarar.  


Dagskrá Pæjumótsins í Eyjum

Er að finna hér í viðhengi. Vona að þetta sé nokkuð tæmandi en endilega verið í sambandi ef ykkur finnst eitthvað vanta. 

Kveðja,

þjálfarar.  


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

myndataka

Myndataka 16:30 á mrgn, fimmtudag. Koma í Haukabúning (eda e-u raudu ef thid eigid ekki).

Leikir gegn Breiðabliki

Mæting á Ásvelli í dag kl. 15:30: Allý, Auður Rán, Erla Sól, Dagbjört Freyja, Gurrý, Aníta, Unnur, Ágústa, Auður G., Stella, Gabríela, Ástrós, Birgitta, Indiana, Rakel, Sigrún, Sólborg, Karen, Birta. Mæting kl. 16:00: Silja, Salka, Dagbjört Ylfa, Elín, Hólmfríður, Berghildur, Margrét, Þuríður Ásta. Er ég að gleyma einhverjum?

 


Dagskrá júnímánaðar

Í viðhengi má finna dagskrá fyrir júnímánuð. Munið að boða forföll í leiki með góðum fyrirvara og aðeins ef nauðsynlegt er (forgangsröðun!!!). 

Kveðja,

Helga, Andrés og Karen.  


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Leikir í Keflavík á miðvikudag

Sæl verið þið.

A og B leika í Keflavík á miðvikudaginn 

Mæting í Reykjaneshöll kl. 16:30: Allý, Aður Rán, Ágústa, Guðríður, Unnur, Aníta, Elín, Dagbjört Ylfa, Berghildur og Erla Sól. Mæting í Reykjaneshöll 17:10: Salka, Stella, Karen, Margrét, Birgitta, Hólmfríður, Þuríður Ásta, Rakel, Sólborg, Indiana, Birta, Gabríela.

Næsti leikur er svo miðvikudaginn 4.júní og þá leika öll þrjú liðin okkar gegn Breiðabliki á Ásvöllum. Muna að láta vita tímanlega um forföll.  

Kveðja,

þjálfarar.  

 


Haukabíó - fjáröflun

Kæru Haukarar
Frábær fjáröflun sem kvennaráð yngri flokka Hauka hefur sett á laggirnar. 
1.júní kl. 12:00 verður Haukaforsýning á myndinni Töfralandið OZ, Dóratea snýr aftur. 
Miðaverð kr. 1.500. innifalið er auk miðans lítið gos og popp. 
Fyrir hvern seldan miða fá hver iðkandi 350 kr. 
Skemmtileg fjáöflun þar sem t.d. stórfjölskyldan, bekkjafélagar, vinir og aðrir skemmtilegir geta gert sér glaðan dag á þessari skemmtilegu mynd. 
Framkvæmdin er þannig að kvennaráðið mun sjá um að selja miðana og gera upp við iðkendur og verða þeir til sölu á Ásvöllum, mánudaginn 26.maí, þriðjudaginn 27. maí og miðvikudaginn 28. maí milli 18 til 18:30 
Tilgangurinn er í fyrsta lagi til að tengja betur saman fjölskyldur, Haukastelpur og aðra ættinga og vini og bara þá sem vilja styrkja þær. Einnig á þetta að vera fjáröflun fyrir stelpurnar. En við verðum með miðana klára í dag og geta stelpurnar fengið þá afhenta á Ásvöllum kl.18:00. En það væri best að gera upp strax fyrir þá miða sem þær ætla að selja en einnig er hægt fá lánaða miða og það gert upp í lok vikunnar, en það verður þá að vera á ábyrgð foreldra. Koma svo fyllum bíóið. Bíóið verður eingöngu opnað fyrir okkur. Hver stelpa fær 350 kr fyrir hvern seldan miða.

Áfram Haukar. 

Nánari upplýsingar veita Hlynur í síma 698-2603 eða Margrét í síma 860-8161.

Ath það er takmarkað sætaframboð. 

Sumarkveðja 
Hlynur, Enika, Margrét, og Karl Rúnar.


Söludagur Intersport á Ásvöllum

föstudaginn 23.5. kl. 15:00-19:00. 20% afsláttur af öllum Haukavörum. Sjá nánar hér í viðhengi.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Íslandsmótið hefst á morgun

A og B lið leika sína fyrstu leiki í Íslandsmóti á morgun, fimmtudag gegn Aftureldingu á Ásvöllum. Við erum með 3 lið skráð til leiks en þriðja liðið byrjar ekki sitt mót fyrr en 5.júní. Það geta alltaf orðið breytingar á liðum milli leikja svo ekki er verið að raða neitt endanlega fyrir sumarið. Þær sem eiga að mæta 16:20 á morgun (leikur hefst 17) eru: Allý, Auður Rán, Ágústa, Dagbjört Freyja, Guðríður, Unnur, Aníta, Elín, Dagbjört Ylfa og Erla Sól. Þær sem eiga að mæta kl. 17:10 (leikur hefst 17:50) eru: Salka, Auður G., Karen, Margrét, Berghildur, Birgitta, Hólmfríður, Þuríður Ásta, Rakel og Indiana.  

Skokk á sunnudaginn

Byrjum sunnudagsæfinguna á skokki. Því er gott ef allar mæta í hlaupaskóm/íþróttaskóm en með fótboltaskóna með sér. 

kveðja,

þjálfarar.  


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband