Mót á laugardaginn, leikir í Faxa á sunnudag

Sæl verið þið. 

Á laugardaginn tökum við þátt í Pæjumóti TM í Kórnum. Við höfum ekki fengið nákvæmar tímasetningar en gert er ráð fyrir því að við spilum á bilinu 14-17. Á sunnudag eigum við svo leiki gegn RKV í Faxaflóamótinu á Ásvöllum kl. 12:00. Mæting er 11:30. Vinsamlega látið vita hvort þið komist eða ekki.

Kveðja,

þjálfarar.  


Sumarmótin

Jæja. Flestir farnir að pæla í sumarfríinu sínu svo það er um að gera að setja inn fótboltadagskrána. 

Planið er að fara á pæjumót TM í Vestmannaeyjum 11.-14. júní og svo á Símamótið 17.-20. júlí. Auk þess er svo Íslandsmótið spilað jafnt og þétt yfir allt sumarið að undanskildu svokölluðu KSÍ fríi sem er ca. frá Símamóti og fram yfir Verslunarmannahelgi.

Faxaflóamótið hefst svo þarnæstu helgi og verður spilað fram á vorið (nánar innan skamms). Okkur býðst að fara á ýmis minni mót og við spilum það bara eftir eyranu.

Kveðja,

þjálfarar.  


Goðamótið

Á fundi í gær var ákveðið að fara á einkabílum norður á Goðamótið.
Fulltrúar eftirtalinna stelpna mættu á fundinn: Elínar Bjargar, Berghildar, Birgittu, Ágústu, Karenar, Sölku, Stellu, Anítu, Dagbjartar Ylfu, Dagbjartar Freyju, Erlu Sólar, Rakelar Hörpu, Hólmfríðar, Allýar, Unnar Daggar og Birtu Sólar.

Samkvæmt talningu þá er nóg af lausum sætum þar sem margir ætla norður.
Það verður raðað í  bílana á Ásvöllum á föstudagsmorgninum áður en lagt verður af stað.

Kostnaður við ferðina er eftirtalin:
Allar greiða 13.000 og þarf að ganga frá því í síðasta lagið mánudaginn 3.feb.
Það þarf að leggja inn á:
0544-05-411748
kt. 311077-5469 
Senda kvittun á gudbjorgn@hraunvallaskoli.is

Þær sem fá far með einhverjum þurfa að greiða 3.000 til bílstjórans í bensín.

Við erum komin með nokkra fararstjóra en það vantar enn mömmur til að sofa með þeim. Eina á föstudagsnóttina og eina á laugardagsnóttina.

Ef einhver hefur ítök einhverstaðar varðandi mat og drykk til að hafa meðferðis þá endilega notið það okkur til góða (-:.

Nánari upplýsingar koma síðar.  


Foreldrafundur vegna Goðamóts

Smá breyting á tímanum.

FUNDURINN ER KLUKKAN 18:30 á Ásvöllum.

Mikilvægt að allir sem eru að fara mæti. 


Fundur vegna Goðamóts

Á mánudaginn (27.jan.) verður fundur vegna Goðamótsins. Hann verður á Ásvöllum kl. 18:00.
Mikilvægt er að það komi allavega eitt foreldri frá hverri stelpu sem er að fara á mótið.

Við þurfum að ákveða hvernig verður farið norður og vil ég því biðja fólk um að vera með það á hreinu þar sem okkur finnst vera möguleiki á því að farið verði á einkabílum. 

Einnig verður þá í framhaldinu ákveðin kostnaður við ferðina og skipulag rætt.

MÁNUDAGINN 27.JAN KL. 18:00 Á ÁSVÖLLUM. 


ÓVISSUFERÐIN . . . . . framhald

Nú hafa þrjár bæst við:
Gurrý
Auður 
Ástrós

Stelpurnar orðnar 20 talsins (-:.
Þá vantar okkur bíl númer 5 - einhver .  . . . . . . .

Bara svona fyrir foreldrana þá mun ferðin standa til cirka kl. 22:00, bílstjórar munu keyra stelpurnar heim (eins gott að þeir samþykki þetta hehehehe).

Hlökkum til hesdfwoeifwoejfoweijfowjfowejf

ÓVISSUFERÐIN . . . . á morgun

Óvissuferðin er á morgun jibbý  . . . . 

Við erum fjórar sem verðum á bíl:
Guðbjörg (mamma Elínar Bjargar)
Kolla (mamma Dagbjartar Ylfu)
Ragga (mamma Ágústu Ýrar)
Svandís (mamma Silju Karenar

Það eru 17 stelpur búnar að skrá sig:
Elín Björg
Ágústa Ýr
Sigrún Björg
Dagbjört Ylfa
Dagbjört Freyja
Karen Rós
Rakel Harpa
Silja Karen
Erla Sól
Indíana
Hólmfríður
Auður
Birgitta Líf
Berghildur
Allý
Unnur Dögg
Birta Sól

Ef að eru einhverjar fleiri sem vilja koma með þá verða þær að láta vita í dag hér að neðan svo við getum áætlað fleiri bíla ef þarf.

Við ætlum að hittast inni á Ásvöllum eftir æfinguna kl. 17:00. 

Mæta með góða skapið og allar að koma í einhverju BLEIKU.
FERÐIN KOSTAR 3.500 - KOMA KLÆDDAR EFTIR VEÐRI

Stuðpuðmuðsuðruðtuð  . . . . . . . 

Óvissuferð . . . . .

Jæja stelpur, nú er komið að óvissuferð (-:.
Hún verður á föstudaginn (24.jan.) og hefst strax eftir æfingu sem lýkur kl. 17:00

Dagskráin verður svona:
 . . . . . . . . 
 . . . . . . . 
 . . . . .

Úppsss, þetta er óvissuferð - þið megið ekki vita (-:.

Ferðin kostar um 3.500 á mann.

Allar að skrá sig hér að neðan sem allra fyrst svo við vitum fjöldann.
Einnig vantar okkur fleiri bíla og bílstjóra (-:.

Pæjumót TM í Kórnum 15.2. - skráning

Við ætlum að taka þátt í Pæjumóti TM í Kórnum hinn 15.2. næst komandi. Það má lesa nánar um þetta hér: http://www.tm.is/paejumot-tm

Kostnaður er 2000 krónur á hvern leikmann.

Vinsamlega skráið ykkur sem fyrst hér á síðunni og athugið einnig skráningar á æfingaleik og í Goðamót í færslum hér neðar.

Kveðja,

þjálfarar.  


Æfingaleikur 26.1.

Gegn HK í Kórnum (sunnudag í næstu viku). Mæting 11:30, byrjum 12:00. Skráning hér.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband