Færsluflokkur: Bloggar

Síðasta æfing fyrir páskafrí!

Sælar stelpur!

Á morgun, mánudag er síðasta æfing okkar fyrir páskafrí. Hann Andri verður með æfinguna fyrir mig því ég er staddur á Akureyri. Eftir æfinguna eruð þið svo komnar í páskafrí og er fyrsta æfing eftir frí miðvikudaginn  3. apríl.

Hafið það virkilega gott um páskana dömur mínar, hlakka til að sjá ykkur eftir páska!

kv. Jónsi 


Allt klárt á laugardegi :-)

Hópurinn ætti að vera eftirfarandi:

Matta, Sæunn, Hófý, Anna, Margrét, Særún, Dagbjört Ylfa, Erla, Elín, Silja, Eva, Karen, Ásthildur, Sunneva (glæný stúlka :-) ). 
Ágústa kemur í seinni leik (þið kannski látið hinar handboltastelpurnar vita að það væri fínt ef þær kæmu í seinni leik t.d. Guðríður, Aníta og Dagbjört Bjarna). Ég ætla að ræða við hina þjálfarana um að við kannski spilum bara leikina kl.12 og hálf 1. Þá kannski næðu handboltastelpurnar okkar seinni hálfleik í fyrri leik líka.

Mig vantar að heyra frá nokkrum, t.d. Rebekku, Oddný, Unni, Allý (vonandi orðin frísk?)

Sama hvernig þetta verður þá er mæting kl.11 á Ásvelli :-).

kv. Jónsi

Leikirnir um helgina

Sælar stelpur og foreldrar!

Ég veit núna að Helga, Jóhanna, Sædís, Dagbjört Freyja, Dagbjört Bjarna, Aníta og Guðríður komast ekki að spila. En geri ráð fyrir öllum öðrum og þá er þetta ekkert vandamál því Erla, Dagbjört Ylfa og Elín munu koma úr 6.fl. Þið megið endilega skrifa hér við þessa frétt og skrá ykkur í leikina.

kv. Jónsi 


Við spilum við Snæfell og ÍBV um næstu helgi

Sælir foreldarar og stelpur,

Á laugardaginn munum við spila með bæði A- og B-liðin okkar í Faxaflóamótinu. Andstæðingar okkar eru Snæfell og ÍBV og verða leiknir tveir leikir sem eru 2x12 mín með stuttu millibili.

Fyrri leikur hefst kl.11:30 og sá seinni kl.12:30, áætlað er sem sagt að þessu verði lokið kl.13:00. Liðin munu spila samtímis.

Takið frá næsta laugardag milli kl.11:00 og 13:00 :)

kv. Jónsi 


Ýmislegt framundan - Faxaflóamótið hefst á næstunni

Sælar stelpur og foreldrar,

Faxaflóamótið hefst á næstunni. Samkvæmt plani er fyrsti leikur settur á núna á laugardag á móti Snæfellsnesi hjá bæði a- og b-liðum en ég á fastlega von á því að honum verði frestað um viku.

Þið þurfið allavega ekki að hafa neinar áhyggjur af því að ég láti ykkur ekki vita með góðum fyrirvara um svona breytingar. Þetta verður allt komið á hreint fyrir æfingu á morgun og ef svo ólíklega vill til að það verði leikur á laugardag, þá verður það í eina skiptið sem svona stuttur fyrirvari er.

Hér fyrir neðan getið þið séð leikjaplanið á Faxaflóamótinu en ég bið ykkur að athuga að tímasetningar og dagsetningar geta og munu breytast eitthvað. Ég læt vita af því með góðum fyrirvara ef svo verður.

Smellið hér til að sjá leiki okkar í Faxaflóamóti fram í Maí. 

Ég minni svo á æfingu kl.16.30 á morgun (föstudag) :)


Æfingin fellur niður

Sælar stelpur og foreldrar,

Æfingin í dag fellur alveg niður vegna veðurs, lögreglan vill ekki að fólk sé á ferli og það er ekki góð færð hér á Völlunum.

Sjáumst á föstudag :)

kv. Jónsi 


Líklega fellur æfing niður

Sælar stelpur og foreldrar,

Það eru allar líkur á að æfing dagsins falli niður í dag vegna veðurs og ófærðar. Þó svo að það eigi að hætta að snjóa upp úr hádegi á vindur ekki að ganga niður að neinu viti.

Á meðan lögreglan mælist til þess að fólk sé heima þá gildir það að sjálfsögðu um okkur.

Ég mun þó gera mér ferð upp á Ásvelli til að taka á móti þeim sem vilja koma ef veðrið skánar :)

kveðja, Jónsi


Facbook síða 5 fl kvk Hauka

Sæl

Viljum benda á Facebook síðu 5.fl kvk þar eru komnar inn myndir og fl.

Haukar 5.fl fótbolti,heitir síðan endilega skoða hana.

 

Kveðja

Foreldraráð


Ný úrslit frá Akureyri

Sæl þá eru komin inn ný úrslit frá í gær og í morgun.

Íslenskadeildin Haukar-þór 3-0

                       Haukar-HK 0-0

kl 13:20           Haukar-KA

kl 16:00           Haukar-Valur

Enskadeildin Haukar-Tindstóll 2-2

                   Haukar-HK 2-0

                   Haukar-Víkingur 4-1

kl 16:40       Haukar-Þór

Spænskadeildin Haukar-Breiðablik(1)   2-2

kl 12:00        Haukar-Völsungur

kl 14:40        Haukar-Dalvík

kl 17:20        Haukar-Valur

Allt gengur vel hjá stelpunum og er mikið fjör hjá þeimLoL

Kveðja frá Akureyri


Fréttir frá Akureyri

Stelpurnar fóru í Lasertag í kvöld og skemmtu sér mjög vel:-)

 

Fyrstu leikirnir fóru fram í kvöld og voru úrslit eftirfarandi.

Enskadeildin Haukar-Tindastóll 2-2

Spænkadeildin Haukar-Breiðablik1 2-2

íslenskadeildin Haukar-Þór gestalið Haukum dæmdur 3-0 sigur

Hér er símanúmer hjá nokkrum af fararstjórum hjá Haukum.

Fanney 6959428

Ósk 6617433

Helga 8986426

Ævar 8637188

 

Kveðja

Foreldraráð

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband