Færsluflokkur: Bloggar
Sæl öll,
Þetta lítur hreint út sagt frábærlega út fyrir morgundaginn hjá okkur. Veðurspáin er góð og mér sýnist að allar munu mæta nema hugsanlega Allý sem er veik.
Ég vildi bara minna ykkur á að koma með mótsgjaldið á morgun, það er 1.500 kr á mann og innifalið í því er hressing í lok móts.
Það er svo komið nýtt leikjaplan en ég held alveg örugglega að það sé ekki nein breyting á fyrstu leikjum hjá hverju liði svo það ætti ekki að þvælast mikið fyrir okkur. Ég set það inn um leið ég fæ það í hendur.
Mætingatímar standa, kl.08:50 hjá A og B-liðum. Kl.11:50 hjá C-liði.
kv. Jónsi
Bloggar | 20.4.2013 | 16:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Sælar stelpur mínar,
Það er lítið gaman að spila fótboltaleiki í svona veðri eins og er úti núna. Þess vegna er búið að fresta leikjunum sem áttu að vera við Álftanes í dag, við ætlum að reyna að spila þá í betra veðri í næstu viku.
Hins vegar er samt sem áður æfing og er hún bara kl.16:00 eins og mætingin sagði til um. Ég vil fá ykkur allar á æfinguna því við ætlum að hafa töflufund og kannski förum við aðeins út ef það er skárra veður.
kv. Jónsi
Bloggar | 19.4.2013 | 13:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sælir foreldrar og stelpur :)
Á morgun (föstudag) erum við að spila kl.16.30 á Ásvöllum. Mæting hjá stelpunum er kl.16.00 (öllum á 5.fl aldri sem komast). Vonandi verður veðrið ekki brjálað eins og reyndar spáð er.
Á sunnudag er mæting kl.8:50 hjá A- og B-liði, en hjá C-liði kl.11.50 upp á Stjörnuvöll. Ég er að vona að allar komist í mótið, ætla svo að boða stelpur úr 6fl til að fylla í það sem vantar.
Hér eru liðin eins og ég set þau upp til að byrja með en áskil með rétt til breytinga ef forföll eða aðrar breytingar verða.
C-lið: Særún, Eva, Karen, Saga, Ágústa, Margrét, Alda, Rebekka og Auður.
B-lið: Silja, Dagbjört Freyja, Dagbjört Ylfa (úr 6.fl), Guðríður, Helga, Unnur, Aníta, Oddný, Matta (ætlar að fá að spila úti líka).
A-lið: Ásthildur, Jóhanna, Sædís, Sæunn, Hófý, Anna, Dagbjört Bjarna og Allý.
Ég ætla að biðja Elínu og Erlu úr 6.fl að vera í startholunum ef einhverjar skyldu forfallast.
Bloggar | 18.4.2013 | 19:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Daginn hér :)
Á föstudag erum við að öllum líkindum að spila við Álftanes. Það er ekki komin nákvæm tímasetning. A- og B-lið eiga leik þá.
Á sunnudag er svo dagsmót í Garðabæ, við erum þar skráð með 3 lið og því mikilvægt að sem allra flestar mæti og taki þátt !!.
Mótið hefst kl.9.00 og er lokið upp úr kl.15:00.
Mótsgjaldið er ekki nema 1.500 kr á mann og innifalið í því er glaðningur og hressing.
Allar nánari upplýsingar, eins og til dæmis leikjaplanið, getið þið séð með því að smella á pdf skjalið sem er í viðhengi við þessa frétt.
Bloggar | 15.4.2013 | 17:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Sælir foreldrar/ forráðamenn !!!!
Eins og flestir vita var ákveðið í haust að 5. flokkur tæki þátt í Pæjumótinu í Vestmannaeyjum sem haldið verður 12-15.júní. Búið er að panta fyrir Haukana á þetta mót og verður farið miðvikudaginn 12. júní kl 13:00 frá Landeyjarhöfn og komið til baka laugardaginn 15.júní kl 20:30. Allar upplýsingar varðandi mótið er á heimasíðu mótshaldara paejumot.ibv.is og hvetjum við ykkur til að kíkja á dagskrá mótsins. Nú er komið að því að við þurfum að greiða staðfestingu og þurfum við því að vita fjölda stelpna sem taka þátt sem fyrst, EKKI seinna en sunnudaginn n.k 14.apríl. Mjög mikilvægt að við vitum hversu margar stelpur fara svo hægt sé að gera ráðstafnir varðandi lið, far í herjólf osfrv. Jafnframt bið ég ykkur um að greiða staðfestingu 10.000 kr inná reikning 140-05-10255 kt. 091273-3069. Kvittun á fanney@menntun.is með nafni barns.
Ekki er kominn heildarkostnaður á ferðinni en gert er ráð fyrir að hann verði 25.000-30.000. Erum að reyna að halda kostnaði í algjöru lágmarki. Munum senda ykkur nákvæmari tölu þegar við vitum hversu margar stelpur taka þátt.
Við vitum að margir foreldrar ætla að fara með og hafa nú þegar bókað með Herjólfi. Herjólfur er þétt setinn þessar dagsetningar og hvet ég ykkur sem ætla með en hafa ekki bókað far, að drífa í því. Einnig ef fólk er að hugsa um gistingu.
Þar sem margir foreldrar verða á bílum í Eyjum verður ekkert mál að ferja stelpurnar á milli staða ef það þarf. Til að sleppa við rútukostnað að/frá Landeyjarhöfn langaði okkur að athuga hversu margir foreldrar færu Til/frá Eyjum á þessum tíma og hvað mörg laus sæti hver og einn hefur. Væri frábært ef við næðum að sameina stelpurnar í bíla að Landeyjarhöfn. Bið ég ykkur því að setja það líka inn um leið og þið staðfestið að stelpan ykkar fari.
Allir sem á fundinum voru, voru tilbúnir að leggja fram hjálparhönd og ætlum við að prófa að setja upp smá verkaskiptingu. Ákveðið var að Helma/mamma Dagbjartar Freyju, Guðrún/mamma Möttu, Óskar/pabbi Ágústu og svo Jónsi þjálfari myndi vera með þeim í skólanum og gista. Þurfum svo liðsstjóra, matarnefnd osfrv. Engin kvöð, en okkur langar til að prófa þetta. En auðvitað erum við öll þarna til staðar þannig að það er nægur mannskapur.
Vonumst til að sem flestar sjái sér fært um að mæta á þetta mót, verður án efa mikil upplifun fyrir þær.
kv Foreldraráð
Bloggar | 10.4.2013 | 10:56 (breytt kl. 11:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Allur haukafatnaður mun verða til sölu hjá Intersport í Lindum frá og með miðri næstu viku.
Við verðum með söludaga þriðjudaginn 9.apríl og miðvikudaginn 10.apríl, þar munum við selja nýjan knattspyrnubúning ásamt öðrum vörum.
Sú nýjung verður tekin upp að selja svokallaða Haukapeysu (rennd hettupeysa) sem er ætluð fyrir alla þ.e. iðkendur, fjölskylduna, stuðningsmenn og alla þá sem vilja.
Endilega takið annanhvorn daginn frá og komið og kannið úrvalið hjá okkur.Bloggar | 8.4.2013 | 10:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Foreldrafundur vegna Pæjumóts 2013 í Vestmannaeyjum verður haldinn kl 20:00 að Ásvöllum á þriðjudag 09.04.2013.
Bloggar | 7.4.2013 | 21:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 4.4.2013 | 21:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sælar stelpur og foreldrar,
Æfingarnar á föstudögum hefjast héðan í frá kl.15:00 og tekur breytingin gildi strax. Væntanlega mun þessi tími verða okkar tími þar til sumaræfingar hefjast. Það gæti þó verið svigrúm til að breyta þessu í maí ef við þörfnumst þess. Breytingin tekur gildi strax og er æfingin á morgun kl.15:00.
Á laugardag eru svo leikir hjá okkur. A-liðið hefur leik kl.13:00 og B-liðið kl.13:50. Mæting hjá A-liðinu er kl.12:30 og B-liðinu kl.13:10. Hóparnir fyrir þessa leiki verða tilkynntir á morgun en því miður ná sennilega ekki allar að spila því C-liðið okkar er ekki skráð í þetta Faxaflóamót.
kv. Jónsi
Bloggar | 4.4.2013 | 09:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sælar stelpur,
Æfingar hefjast aftur eftir páskafrí á miðvikudaginn (3.apríl). Æfingin okkar er á hefðbundnum tíma kl.15:30 og verður heldur betur gaman að hitta ykkur aftur!
Á laugardag eiga svo A- og B-lið leiki gegn Breiðablik 2 í Faxaflómótinu. Leikirnir hefjast kl.13:00 og eru spilaðir á okkar velli á Ásvöllum.
kv. Jónsi
Bloggar | 1.4.2013 | 22:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)