Færsluflokkur: Bloggar

Jólabingó Hauka

Jólabingó Hauka verður haldið á sunnudaginn :)
Húsið opnar kl. 16:00
Spjaldið kostar kr. 500.-
Fjöldi glæsilegra vinninga!
Heitt súkkulaði og piparkökur til sölu.
Allar að mæta.
Áfram Haukar!!!!! 

Smá breyting, æfing á fimmtudag en frí á föstudag!

Sæl öll.

Á morgun, fimmtudag, verður æfing inni í Hraunvallaskóla kl. 19-20. Í staðinn verður frí á föstudaginn.

Kveðja,

Helga.  


Aukaæfing á morgun - sund á sunnudag

Á morgun, fimmtudag, kl. 19 verdur aukaæfing inni í Hraunvallaskóla. Æfing á venjulegum tíma á fostudag. A sunnudag ætlum vid ad hittast í Ásvallalaug kl. 11 og skella okkur í sund.

KV, thjalfarar :) 


Æfingaleikur við HK á laugardaginn

Sæl öll. 

HK hefur boðið okkur að koma og spila æfingaleik á laugardaginn (2.11.) kl. 10:00-11:00 í Kórnum. Mæting í Kórinn 9:40 (stundvíslega). Vinsamlega skráið hér neðar hvort þið komið eða ekki (stelpur þið verðið að spyrja foreldra ykkar áður en þið skráið ykkur). 

Kveðja,

þjálfarar.   


Ósk um þátttöku í rannsókn - til foreldra 2003 stelpna

 Verkefni á vegum HÍ

 

 

Ég, Andri Rafn Ottesen, er að vinna verkefni í námskeiðinu Þroska- og námssálarfræði í Háskóla Íslands ásamt tveimur öðrum nemendum.

Verkefni gengur út á að kanna sjálfsmynd/sjálfsvitund og fá börn/einstaklinga á ólíkum aldri til að svara spurningum.

Okkur vantar 6 einstaklinga á 3 mismunandi aldursbilum (2 einstaklingar á hverju).

Þar sem börn undir 18 ára mega ekki taka þátt nema með leyfi foreldra, þætti okkur vænt um að fá sendan póst ef áhugi er á að leyfa barni ykkar að taka þátt. Netfangið er aro24@hi.is.

Áætlað er að velja þáttakendur af handahófi svo ekki munu allir sem skrá sig þurfa að taka þátt.

Ætlunin er að leggja spurningarnar fyrir munnlega og á æfingatíma flokkanna mögulega í næstu viku.

 

Með fyrirfram þökkum,

Andri Rafn Ottesen

Bjarni Bachmann

Daníel Ómar Viggósson


Skráningar! Muna líka foreldrafundinn á miðvikudag!

Skráningar iðkenda og greiðsla æfingagjalda fyrir 2013-2014

Skráningar og greiðsla æfingagjalda hafa gengið ágætlega en þó er enn eitthvað um að iðkendur séu óskráðir. Við viljum því minna ykkur á að ganga í það og höfum við ákveðið að gefa ykkur frest til þriðjudagsins 15. október n.k. til þess að ganga frá skráningum. Skrá þarf í gegnum „Mínar síður“ hjá Hafnarfjarðarbæ en það er eina leiðin til þess að hægt sé að nýta niðurgreiðsluna. Eftir það verða þeir iðkendur sem enn eru óskráðir, skráðir inn af okkur og fá forráðamenn sendan greiðsluseðil heim. Það skiptir því miklu máli að skrá iðkendur sem fyrst til að fá þá niðurgreiðslu sem iðkendur eiga rétt á.

Ef það er eitthvað óljóst í þessu, þá endilega hafið samband við Bryndísi í síma: 525-8702 eða á netfangið: bryndis@haukar.is 


Foreldrafundur og sunnudagsæfingar

Sæl verið þið. 

Foreldrafundur verður haldinn á miðvikudaginn, 16.10., kl. 18:30 á Ásvöllum. Þar munu þjálfarar kynna sig og áherslur sínar í starfi. Einnig munum við ræða verkefni tímabilsins sem er framundan. Vonum að sem flestir geti mætt.

Sunnudagsæfingar eru nú hafnar. Æfingar verða á Ásvöllum kl. 11:15 á sunnudögum (ekki í Risa eins og staðan er núna).

Kær kveðja,

Helga, Andrés og Karen.  


Fruitshootmótið - upplýsingar

Mótið er í Egilshöll í Grafarvogi á sunnudaginn og kostar 1.500 krónur (greiðist við komu á mótið). 

Lið eitt mætir kl. 8:00 við völl 3: Elín Björg, Dagbjört Bjarna, Gurrý, Unnur, Aníta.

Lið tvö mætir kl. 8:30 við völl 3: Ágústa, Karen Rós, Gabríela, Magrét Lovísa, Auður Rán, Erla Sól.

Lið þrjú og fjögur mæta kl. 12:30 við völl 3 (skiptum í tvö lið þegar þið mætið): Dagbjört Ylfa, Indiana, Birgitta Líf, Rakel Harpa, Silja Karen, Berghildur, Hekla Ýr, Auður Gests, Hólmfríður, Sigrún Björg, (Þuríður Ásta?). Taldi ég ekki örugglega allar sem eru skráðar?

Öll lið spila fjóra leiki, 2x12 mínútur hver leikur. Við erum bara með skiptimann í liði tvö en annars bara akkúrat í lið - það fá því allir nóg að spila :) Við erum ekki með marga markverði svo þið þurfið að reikna með að skiptast á í markinu. Allar sem eiga hanska taka þá með. 

Lið 1 leikur kl. 8:30 (völlur 3), 9:30 (völlur 4), 10:30 (völlur 4) og 11:30 (krossspil) gegn FJölni, KR, Stjörnunni og ?

Lið 2 leikur kl. 9:00 (völlur 3), 10:00 (völlur 4), 11:00 (völlur 4) og 12:00 (krossspil) gegn Fjölni, KR, Stjörnunni og ?

Lið 3 leikur kl. 13:00 (völlur 3), 14:00 (völlur 4), 15:00 (völlur 4) og 16:00 (krosssspil) gegn ÍR/Leikni, KR, Stjörnunni og ?

Lið 4 leikur kl. 13:30 (völlur 3), 14:30 (völlur 4), 15:30 (völlur 4) og 16:30 (krossspil) gegn ÍR/Leikni, KR, Stjörnunni og ?  

Hlökkum til að sjá ykkur,

Andrés og Helga.  


Tímasetning á Fruitshootmótinu!

Lið 1 og 2 munu leika á bilinu 8:30 til 12:30 en lið 3 og 4 frá 13-17. Við erum ekki alveg búin að negla liðin en þið getið gengið út frá því að eldra ár (fæddar ´02) mæti í fyrra hollið og yngri þá í það síðara. Eins og er eru samt fleiri stelpur skráðar á yngra ári svo að það gæti verið að ein eða tvær af þeim muni mæta í fyrri hópinn. Við sjáum þetta betur strax eftir æfinguna á morgun, föstudag, og setjum þetta þá nánar hér inn. 

Kveðja, Helga, Andrés, Karen.  


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband