Færsluflokkur: Bloggar
Skráningar og greiðsla æfingagjalda eru nú í fullum gangi og eru forráðamenn minntir á að nýta sér niðurgreiðsluna frá Hafnarfjarðarbæ. Það skiptir því miklu máli að skrá iðkendur sem fyrst til að fá fulla niðurgreiðslu. Eins og er, er enn opið fyrir niðurgreiðsluna í september og því um að gera fyrir þá sem enn eiga eftir að ganga frá skráningu og æfingagjöldum, að ganga frá því strax. Um mánaðarmótin sept/okt dettur niðurgreiðsla fyrir september út. Eftir það, gildir niðurgreiðslan frá þeim degi sem er skráð.
Ef það er eitthvað óljóst í þessu, þá endilega hafið samband við Bryndísi í síma: 525-8702 eða á netfangið: bryndis@haukar.is
Bloggar | 25.9.2013 | 16:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Komið þið sæl!
Þá er komið að fyrsta móti tímabilsins en við höfum ákveðið að taka þátt í Fruit shoot móti Fjölnis sem fer fram í Egilshöll þann 6.október. Þetta er hraðmót, 5 í liði og spilaðir u.þ.b. fjórir 2x12 mínútna leikir. Þátttökugjald er 1.500 krónur og fá allir verðlaunapening og glaðning í lok mótsins. Vonum að sem flestar geti tekið þátt - skráið ykkur hér í síðasta lagi föstudaginn 27.september
Kveðja,
Helga, Andrés og Karen.
Bloggar | 24.9.2013 | 11:35 (breytt kl. 13:05) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Þá er loksins komið að því að halda uppskeruhátið fyrir yngstu flokka í knattspyrnu, 5. - 8.fl. kk og kvk. Hún verður sunnudaginn 22. september kl. 13-14 í íþróttasalnum á Ásvöllum. Allir iðkendur munu fá verðlaunapening og síðan verður sameiginlegt kaffi í kaffiteríuanddyrinu (allir koma með eitthvað á hlaðborðið). Vonandi mæta sem flestar :)
Barna og unglingaráð.
Bloggar | 18.9.2013 | 21:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Halló allar saman!
Nú ganga stelpur fæddar '01 upp í 4.flokk og stelpur fæddar '03 upp í 5.flokk :)
Við hefjum æfingar núna í vikunni. Æfingar hjá 5.flokki verða á miðvikudögum kl. 17-18:15 (Ásvellir), föstudögum 16:00-17:00 (Ásvellir) og á sunnudögum 12-13 eða 13-14 (kemur í ljós alveg á næstunni) (Risi). Sunnudagsæfingar hefjast í október.
Hlökkum til samstarfsins, Jónsi segir að þið séuð miklir snillingar og við trúum honum auðvitað
Bestu kveðjur,
Helga og Andrés (nýju þjálfararnir)
Bloggar | 15.9.2013 | 22:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggar | 12.9.2013 | 18:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sæl öll,
Næsta æfing er kl.15.20 á þriðjudag.
Kv.Jónsi
Bloggar | 9.9.2013 | 16:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sælar stelpur,
Æfingin á morgun, föstudag verður kl.16.30 (ekki 15.30 eins og ég sagði í gær) vonandi er það í lagi :)
kv. Jónsi
Bloggar | 5.9.2013 | 16:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Æfing kl.16:30 á morgun, mánudag og svo á miðvikudag og föstudag á sama tíma.
kv. Jónsi
Bloggar | 1.9.2013 | 21:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sælir foreldrar/stelpur.
Á morgun miðvikudag, er æfing kl. 16:30 og eftir æfinguna kl. 17:30 ætlum við að hafa pizzaveislu í Haukahúsinu.
Vinsamlegast sendið stelpurnar með 500 kr. á æfinguna á morgun.
kveðja góð,
Jónsi þjálfari
Bloggar | 27.8.2013 | 20:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sæl öll,
A- og B-liðin frá síðasta leik gegn Fylki eru óbreytt fyrir leikina gegn Selfossi á morgun. Mæting er kl.16.30.
A-lið: Matta, Sæunn, Jóhanna, Sædís, Hófý, Dagbjört Bjarna og Ásthildur.
B-lið: Allý, Silja, Helga, Auður, Anna, Oddný, Aníta, Dagbjört Freyja (ef í lagi), Ágústa og Guðríður.
Næsta æfing er svo á miðvikudag kl.16:30
kv. Jónsi
Bloggar | 26.8.2013 | 21:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)