Færsluflokkur: Bloggar

Fundur á miðvikudag

Komið þið sæl. Æfing venju samkvæmt í kvöld og vonandi sjáum við sem flestar. Á morgun, miðvikudag, er veðurspá ekkert of spennandi og ætlum við að breyta aðeins út af vananum og hafa fræðslufund á Ásvöllum. Stelpurnar mega mæta með íþróttanammi á venjulegum æfingatíma. Við ætlum að ræða um mikilvægi góðrar ástundunar og heilbrigða lífshætti. Einnig munum við nefna og útskýra nokkur hugtök sem mikið eru notuð í fótboltanum, sérstaklega varðandi stöðurnar á vellinum. Kær kveðja, Helga og Dagrún Birta.


Æfingaleikur á laugardaginn

Gegn FH frá kl. 13-15 á Ásvöllum. Skráning hér eða á Facebook. 

Kv

þjálfarar


RISAÆFINGAR!

Nú liggur það fyrir að æfingar á sunnudögum verða færðar yfir í Risann og verða kl. 12:00 í stað 11:00. Næsta æfing er því í Risanum á sunnudaginn kl. 12. Ég vona að stelpurnar haldi áfram að mæta vel þrátt fyrir þessa breytingu. Ég tel það mjög gott fyrir okkur að komast inn. Þó veðrið hafi verið gott það sem af er vetri og ekkert mál að vera úti þá er gott að vita af skjóli og auðum velli þegar og ef það fer að snjóa. Það getur orðið mjög kalt inni í Risa og mikilvægt að klæða sig vel á þeim æfingum, t.d. í ullarnærföt innanundir æfingafatnað, húfu og vettlinga. Stelpunum hitnar þó yfirleitt fljótt um leið og þær fara að hreyfa sig.

Bestu kveðjur, 

Helga og Dagrún


Æfingaleikur við HK á miðvikudag

Minni á að yngra árið spilar æfingaleik við HK á Ásvöllum á miðvikudaginn kl. 17 (á æfingatíma). Gott ef allar eru mættar 16:45 (fá kannski að fara aðeins fyrr af handboltaæfingu). Vinsamlega látið vita hér eða á facebook hvort ykkar stelpa mætir. Eldra ár tekur óhefðbundna æfingu og mæta í hlaupaskónum á Ásvelli kl. 16:45. Tekið verður gott útihlaup og svo er um að gera að skella sér í laugina á eftir. Annars eru bara æfingar í Hraunvallaskóla á morgun. Sjáumst kátar.

Helga og Dagrún. 


Æfingaleikir næstu tvo miðvikudaga

Á miðvikudaginn ætlum við að spila æfingaleik við HK í Kórnum. ELDRA árið á að spila þennan leik og er mæting kl. 15:45 í Kórinn, leikurinn hefst 16:00. Yngra árið mætir á æfingu kl. 17 eins og vant er. Vinsamlega látið vita hvort ykkar stelpa kemst eða ekki. 

Viku síðar spilar yngra árið við HK á Ásvöllum á æfingatíma kl. 17:00.  

Kveðja,

þjálfarar 

 


Glærur af foreldrafundi

Takk fyrir fundinn í gær. Hér í viðhengi eru glærurnar sem ekki tókst að sýna ykkur. Vel gekk að skipa foreldrastjórn en væri þó gott að fá fleiri foreldra stelpna af yngra ári. Áhugasamir vinsamlega setjið ykkur í samband við mig. 

Kveðja,

Helga.  


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Fruitshootmótið

Hér í viðhengi eru allar upplýsingar um mótið á sunnudaginn. Hlökkum til að sjá allar hressar og kátar. 

Á miðvikudaginn kl. 18:15 verður svo foreldrafundur þar sem farið verður yfir áherslur tímabilsins í þjálfun, mót sumarsins, fjáraflanir o.fl. Einnig þarf að stofna öflugt foreldraráð.  

Kær kveðja,  

Helga og Dagrún.  


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Fruitshoot mótið

Sæl verið þið. Er ekki kominn tími til að fara á mót? Okkur er boðið að taka þátt í Fruitshotmótinu í Egilshöll (tókum líka þátt í fyrra) sem fer fram þann 26.október. Spilaður er 5 manna bolti og öll lið fá 4 leiki (2x12 mínútur). Kostnaður er 2000 krónur og allir fá Fruit Shoot drykk og glaðning frá ölgerðinni ásamt þátttökupening. Ég myndi helst ekki vilja hafa fleiri en einn skiptimann í hverju liði (jafnvel engan) svo það er mikilvægt að allir sem ætla að vera með skrái sig sem fyrst og eigi síðar en þann 9.október (eftir viku) svo við getum látið vita um liðafjölda. Vona að sem flestar komist. Skráning hér eða á facebook. 

Kveðja,

Helga.  


Upplýsingar fyrir þær sem ganga upp í 4.flokk!

Æfingar hefjast á miðvikudaginn í næstu viku (24.9.) og verða sem hér segir:

Mánudagar kl. 17:00-18:00 Gervigrasið

Miðvikudagar kl. 17:00-18:00 Gervigrasið

Föstudagar kl. 17:00-18:00 Gervigrasið

Sunnudagar kl. 12:00-13:00 Gervigrasið

Vona að stelpurnar haldi allar áfram að æfa vel, bæði þær sem hafa verið lengi og þær sem nýrri eru. Fótboltinn er frábær forvörn og stelpurnar mynda vináttutengsl sem oft haldast fram á fullorðinsár.

Kærar kveðjur og takk fyrir samstarfið,

þjálfarar.  


Æfingatafla vetrar

5. flokkur (árgangar 2003-2004)
Helga Helgadóttir, s: 847-7770, helgahe@hi.is

Þriðjudagar kl. 18:00-20:00 Hraunvallaskóli (yngra ár 18-19, endra ár 19-20)

Miðvikudagar kl. 17:00-18:00 Gervigrasið

Sunnudagar kl. 11:00-12:00 Gervigrasið 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband